Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira
Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Sjá meira