Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira