Lagerbäck kom til greina sem þjálfari Wales fyrir fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2014 20:51 Lars Lagerbäck kom sem betur fer til Íslands á endanum. Vísir/Getty Þegar velska knattspyrnusambandið leitaði að nýjum landsliðsþjálfara undir lok árs 2010 var Lars Lagerbäck, núverandi þjálfari Íslands, talinn einn af tveimur sem líklegir voru til að fá starfið. Lagerbäck er einmitt staddur í Cardiff í Wales þar sem Ísland mætir heimamönnum í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Þetta er fyrsti landsleikur ársins þar sem þjálfararnir geta stillt upp sínu sterkasta liði.John Toshack sagði af sér í september 2010 eftir sex ár sem landsliðsþjálfari Wales og stýrði aðstoðarmaður hans, Bryan Flynn, liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2012. Eftir það hófst leit Walsverja fyrir alvöru.IanRush, LawrieSanchez, BrianFlynn, ChrisColeman og JohnHartson voru allir nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Toshacks í breskum miðlum á þeim tíma en velska sambandið var spennt fyrir Lagerbäck og átti í viðræðum við Svíann. „Það var í Madrid á ráðstefnu UEFA eftir HM sem ég hitti menn fyrst að máli. Ég talaði við yfirmann knattspyrnumála hjá velska sambandinu og Ian Rush. Við ræddum aðeins um velskan fótbolta. Stuttu eftir það ákvað herra Toshack að stíga til hliðar og þá sögðu þeir að augljóslega væri starfið opið til umsóknar. Ég ræddi þá fyrst við framkvæmdastjóra sambandsins,“ sagði Lagerbäck við BBC Wales í nóvember 2010.Sven-Göran Eriksson stóð með sínum manni.vísir/gettyErikson mælti með Lagerbäck Lars Lagerbäck var þá án starfs eftir að fara með Nígeríu á HM í Suður-Afríku 2010 en eins og allir vita stýrði hann sænska landsliðinu með mjög góðum árangri í tólf ár. Undir hans stjórn fór liðið fimm sinnum í röð á stórmót og því eðlilegt að lið eins og Wales vildu ræða við hann. „Ég vil heyra aðeins meira í mönnum. Það má segja að á pappírunum lítur starfið vel út en maður vill vita meira um hvernig þeir líta á starfið og sjá hvernig sambandið vinnur,“ sagði Lars Lagerbäck þegar þjálfarastaðan hjá Wales losnaði. Lagerbäck hefði orðið fyrsti þjálfari Wales sem ekki var frá Bretlandi hefði hann fengið starfið. Samlandi hans Sven-Göran Erikson, sem einmitt varð fyrsti útlendingurinn sem stýrði enska landsliðinu árið 2001, hvatti velska sambandið til að ráða Lagerbäck. „Ég mæli með honum. Hann er góður maður. Allir sem þekkja til í alþjóðlegum fótbolta þekkja hann. Það er alveg klárt ... Hann stóð sig frábærlega með Svíþjóð og komst á nær öll stórmót sem í boði voru. Hann er metnaðarfullur og kann leikinn inn og út. Hann þekkir líka alþjóðlegan fótbolta mjög vel,“ sagði Erikson um Lagerbäck. Svo fór þó að Lagerbäck fékk ekki starfið heldur var Gary Speed, þáverandi þjálfari Sheffield United, ráðinn frekar óvænt. Hann fékk leyfi frá Sheffield til að ræða við velska sambandið og skrifaði undir þriggja ára samning um miðjan desember 2010. Það kom flestum í opna skjöldu því Chris Coleman, fyrrverandi þjálfari Fulham, og Lagerbäck voru á þeim tíma taldir líklegastir til að fá starfið. Vefútgáfa breska blaðsins Daily Mail gekk svo langt að fullyrða að Lagerbäck yrði boðinn fimm ára samningur. Speed, sem spilaði 85 landsleiki fyrir Wales og var um tíma landsliðsfyrirliði, náði góðum árangri með liðið. Hann féll því miður frá langt fyrir aldur fram. Tæpu ári eftir að hann gerðist þjálfari Wales tók hann eigið líf í nóvember 2011.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra nú Íslandi saman út næstu undankeppni.Vísir/PjeturMættur til Íslands Á þeim tíma gat Wales ekki leitað aftur til Lagerbäcks því rúmum mánuði áður hafði hann samið við íslenska knattspyrnusambandið um að gerast landsliðsþjálfari karla til tveggja ára. Flestir vita svo hvernig það fór. Hann, ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni, kom liðinu í umspil um sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni. Svíinn framlengdi svo samning sinn um tvö ár og verður aðalþjálfari ásamt Heimi út næstu undankeppni. Heimir Hallgrímsson tekur svo við liðinu fyrir undankeppni HM í Rússlandi 2018. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Önnur lið sýna okkur meiri virðingu Á miðvikudag mætir íslenska landsliðið því velska í öðrum æfingaleik sínum þetta árið. Strákarnir töpuðu fyrir Svíum, 2-0, í Abú Dabí í upphafi árs en aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum tóku þátt í leiknum. 1. mars 2014 07:00 Ísland mætir Wales í mars Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, verður á heimavelli þegar að Ísland mætir Wales í æfingaleik þann 5. mars næstkomandi. 6. janúar 2014 13:39 KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA. 13. janúar 2014 19:32 Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. 28. febrúar 2014 13:00 Rúrik Gíslason ekki með Íslandi gegn Wales Ferðaðist ekki til Cardiff vegna meiðsla og kemur ekki við sögu í vináttuleiknum á miðvikudaginn. 3. mars 2014 18:06 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Þegar velska knattspyrnusambandið leitaði að nýjum landsliðsþjálfara undir lok árs 2010 var Lars Lagerbäck, núverandi þjálfari Íslands, talinn einn af tveimur sem líklegir voru til að fá starfið. Lagerbäck er einmitt staddur í Cardiff í Wales þar sem Ísland mætir heimamönnum í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Þetta er fyrsti landsleikur ársins þar sem þjálfararnir geta stillt upp sínu sterkasta liði.John Toshack sagði af sér í september 2010 eftir sex ár sem landsliðsþjálfari Wales og stýrði aðstoðarmaður hans, Bryan Flynn, liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2012. Eftir það hófst leit Walsverja fyrir alvöru.IanRush, LawrieSanchez, BrianFlynn, ChrisColeman og JohnHartson voru allir nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Toshacks í breskum miðlum á þeim tíma en velska sambandið var spennt fyrir Lagerbäck og átti í viðræðum við Svíann. „Það var í Madrid á ráðstefnu UEFA eftir HM sem ég hitti menn fyrst að máli. Ég talaði við yfirmann knattspyrnumála hjá velska sambandinu og Ian Rush. Við ræddum aðeins um velskan fótbolta. Stuttu eftir það ákvað herra Toshack að stíga til hliðar og þá sögðu þeir að augljóslega væri starfið opið til umsóknar. Ég ræddi þá fyrst við framkvæmdastjóra sambandsins,“ sagði Lagerbäck við BBC Wales í nóvember 2010.Sven-Göran Eriksson stóð með sínum manni.vísir/gettyErikson mælti með Lagerbäck Lars Lagerbäck var þá án starfs eftir að fara með Nígeríu á HM í Suður-Afríku 2010 en eins og allir vita stýrði hann sænska landsliðinu með mjög góðum árangri í tólf ár. Undir hans stjórn fór liðið fimm sinnum í röð á stórmót og því eðlilegt að lið eins og Wales vildu ræða við hann. „Ég vil heyra aðeins meira í mönnum. Það má segja að á pappírunum lítur starfið vel út en maður vill vita meira um hvernig þeir líta á starfið og sjá hvernig sambandið vinnur,“ sagði Lars Lagerbäck þegar þjálfarastaðan hjá Wales losnaði. Lagerbäck hefði orðið fyrsti þjálfari Wales sem ekki var frá Bretlandi hefði hann fengið starfið. Samlandi hans Sven-Göran Erikson, sem einmitt varð fyrsti útlendingurinn sem stýrði enska landsliðinu árið 2001, hvatti velska sambandið til að ráða Lagerbäck. „Ég mæli með honum. Hann er góður maður. Allir sem þekkja til í alþjóðlegum fótbolta þekkja hann. Það er alveg klárt ... Hann stóð sig frábærlega með Svíþjóð og komst á nær öll stórmót sem í boði voru. Hann er metnaðarfullur og kann leikinn inn og út. Hann þekkir líka alþjóðlegan fótbolta mjög vel,“ sagði Erikson um Lagerbäck. Svo fór þó að Lagerbäck fékk ekki starfið heldur var Gary Speed, þáverandi þjálfari Sheffield United, ráðinn frekar óvænt. Hann fékk leyfi frá Sheffield til að ræða við velska sambandið og skrifaði undir þriggja ára samning um miðjan desember 2010. Það kom flestum í opna skjöldu því Chris Coleman, fyrrverandi þjálfari Fulham, og Lagerbäck voru á þeim tíma taldir líklegastir til að fá starfið. Vefútgáfa breska blaðsins Daily Mail gekk svo langt að fullyrða að Lagerbäck yrði boðinn fimm ára samningur. Speed, sem spilaði 85 landsleiki fyrir Wales og var um tíma landsliðsfyrirliði, náði góðum árangri með liðið. Hann féll því miður frá langt fyrir aldur fram. Tæpu ári eftir að hann gerðist þjálfari Wales tók hann eigið líf í nóvember 2011.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra nú Íslandi saman út næstu undankeppni.Vísir/PjeturMættur til Íslands Á þeim tíma gat Wales ekki leitað aftur til Lagerbäcks því rúmum mánuði áður hafði hann samið við íslenska knattspyrnusambandið um að gerast landsliðsþjálfari karla til tveggja ára. Flestir vita svo hvernig það fór. Hann, ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni, kom liðinu í umspil um sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni. Svíinn framlengdi svo samning sinn um tvö ár og verður aðalþjálfari ásamt Heimi út næstu undankeppni. Heimir Hallgrímsson tekur svo við liðinu fyrir undankeppni HM í Rússlandi 2018.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Önnur lið sýna okkur meiri virðingu Á miðvikudag mætir íslenska landsliðið því velska í öðrum æfingaleik sínum þetta árið. Strákarnir töpuðu fyrir Svíum, 2-0, í Abú Dabí í upphafi árs en aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum tóku þátt í leiknum. 1. mars 2014 07:00 Ísland mætir Wales í mars Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, verður á heimavelli þegar að Ísland mætir Wales í æfingaleik þann 5. mars næstkomandi. 6. janúar 2014 13:39 KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA. 13. janúar 2014 19:32 Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. 28. febrúar 2014 13:00 Rúrik Gíslason ekki með Íslandi gegn Wales Ferðaðist ekki til Cardiff vegna meiðsla og kemur ekki við sögu í vináttuleiknum á miðvikudaginn. 3. mars 2014 18:06 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Önnur lið sýna okkur meiri virðingu Á miðvikudag mætir íslenska landsliðið því velska í öðrum æfingaleik sínum þetta árið. Strákarnir töpuðu fyrir Svíum, 2-0, í Abú Dabí í upphafi árs en aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum tóku þátt í leiknum. 1. mars 2014 07:00
Ísland mætir Wales í mars Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, verður á heimavelli þegar að Ísland mætir Wales í æfingaleik þann 5. mars næstkomandi. 6. janúar 2014 13:39
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA. 13. janúar 2014 19:32
Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. 28. febrúar 2014 13:00
Rúrik Gíslason ekki með Íslandi gegn Wales Ferðaðist ekki til Cardiff vegna meiðsla og kemur ekki við sögu í vináttuleiknum á miðvikudaginn. 3. mars 2014 18:06
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti