Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Pjetur Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland
Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45