Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, verður á heimavelli þegar að Ísland mætir Wales í æfingaleik þann 5. mars næstkomandi.
Leikurinn fer fram á Cardiff City Stadium en Aron Einar er á mála hjá Cardiff sem leikur heimavelli sína þar.
Um alþjóðlegan leikdag er að ræða og því geta landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson valið sína sterkustu leikmenn í verkefnið.
Ísland leikur æfingaleik gegn Svíum í Abú Dabí síðar í mánuðinum en landsliðshópurinn fyrir þann leik var kynntur í morgun.
Ísland hefur unnið eina viðureign af sjö gegn Wales frá upphafi og einu sinni hafa liðin skilið jöfn.
