Lögreglumanni hótað lífláti eftir að hann skaut hund í bakgarði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 11:10 Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Eftir að lögreglumaður í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum skaut hund í bakgarði í síðasta mánaði hefur lögreglan þar í borg sætt mikilli gagnrýni. Þúsundir hafa mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar og hefur hakkara-hópurinn Anonymous blandað sér í málið með því að birta persónuupplýsingar um lögreglumanninn sem skaut hundinn. Og lögreglumanninum hefur verið hótað lífláti. Lögreglumaðurinn sem skaut hundinn heitir Brett Olsen og sagðist hann hafa verið að leita að týndu barni þann átjánda júní og í leitinni ákvað hann að opna hlið á bakgarði við heimili þar í borg. Hann fór inn í garðinn og þar beið hans hundurinn Geist, af Weimaraner-kyni. Olsen lögreglumaður taldi sér vera ógnað af hundinum og ákvað að skjóta hann. Eigandi hundsins, Sean Kendall, brást ókvæða við. Hann birti myndband á Youtube sem sýnir viðbörgð hans eftir að hafa heyrt að hundurinn hans hafði verið skotinn. Myndbandið hefst á því að Kendall útskýrir málið á meðan hann keyrir heim til sín, þar sem lögreglumenn bíða hans. Kendall lét óánægju sína greinilega í ljós við þá lögreglumenn sem voru á vettvangi og spurði: „Gat hann ekki bakkað út? Þurfti hann virkilega að skjóta hundinn minn?“Chris Burbank er yfirmaður lögreglunnar í Salt Lake City.Vakti mikla athygliMálið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Fréttastofur hafa sýnt þessu mikinn áhuga og gerði fréttaskýringaþátturinn Inside Story málið að umfjöllunarefni sínu. Í júnílok safnaðist mikill fjöldi fólks saman fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í Salt Lake City og sýndu Kendall og hundinum Geist stuðning. „Justice for Geist“, eða „Réttlæti fyrir Geist“ var meðal þess sem fólkið kallaði. Mörgum fannst Chris Burbank, yfirmaður lögreglunnar í Salt Lake City, hella olíu á eldinn þegar hann hélt blaðamannafund og sagðist hreinlega ekki skilja af hverju svona margir væru að mótmæla. „Ég hef starfað á þessum vettvangi í 23 ár og hef ekki séð jafn hörð viðbrögð þegar sumar manneskjur hafa dáið.“ Mótmælendum þótti Burbank sýna lítinn skilning á aðstæðum með þessari yfirlýsingu. Fox-fréttastofan í Bandaríkjunum ræddi við Kara Matthews sem var á því máli: „Hann gerði lítið úr dauða dýrsins. Eins og dauði þeirra skipti minna máli. Gæludýr eru hluti af fjölskyldu fólks.“ Lögregluyfirvöld í Salt Lake City standa með Olsen og segja að eftir þeim gögnum sem liggi fyrir núna virðast viðbrögð hans hafa verið rétt. En málið verður rannsakað betur á næstu vikum. Mótmælendur hafa farið fram á að Olsen verði rekinn, en Burbank kallar þá kröfu „bölvaða vitleysu“.Mótmælin voru fjölmenn.Hakkarar birta upplýsingarAnonymous –hópurinn hefur birt upplýsingar um lögreglumanninn Olsen á netinu. Heimasími, heimilsifang, netföng og fleiri persónuupplýsingar hafa verið birtar öllum. Einnig var slóð á heimasíðuna hans birt, en hún liggur nú niðri. Hópurinn heldur því fram að Olsen hafi skotið hundinn fyrir það eitt að gelta og segir hunda af þessu kyni vera þekkta fyrir að vera rólega og blíða. Þeir hafa einnig birt upplýsingar um lögregluna í Salt Lake City og benda á Facebook-síðu hennar. Þar hafa margir látið óánægju sína í ljós í athugasemdum við nánast allar stöðuuppfærslur lögreglunnar síðan Olsen skaut hundinn. Chris Burbank hefur sagt við fjölmiðla að lögreglan taki hótanir í garð Olsen mjög alvarlega. Honum hefur meðal annars verið hótað lifláti.Hundurinn Geist var skotinn þann 18. júní.Meðferð lögreglunnar á dýrum Þeir sem söfnuðust saman fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í Salt Lake City voru að mestu dýravinir, sem fundu til með Kendall. Mótmælin voru auglýst á Facebook. Sérstök Facebook-síða hefur verið stofnuð í nafni hundsins Geist og hafa tæplega sjötíu þúsund manns smellt á „like-takkann“ á síðunni. Atvikið þykir varpa ljósi á hvernig lögreglumenn bregðast við þegar þeir standa andspænis ógnandi dýrum. Keri Bogardus var í viðtali hjá fjölmiðlum í Salt Lake City. Hún er dýralæknir á svæðinu og á þrjá hunda. Hún hvetur lögreglumenn til að leita friðsamlegri leiða þegar þeir mæta dýrum sem þeim finnst vera ógnandi. Hún telur að lítið mál verði að fá sjálfboðaliða til að þjálfa lögreglumenn til að bregðast öðruvísi við í slíkum aðstæðum. „Í mínu starfi umgegnst ég mikið af hundum sem sumum finnst ógnvekjandi. Það er ýmislegt hægt að gera til að róa þá niður. Þeir verða stundum grimmir þegar einhver ókunnugur kemur á svæði sem þeir vilja vernda. En það er algjör óþarfi að skjóta hunda í þannig aðstæðum,“ útskýrir hún. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Eftir að lögreglumaður í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum skaut hund í bakgarði í síðasta mánaði hefur lögreglan þar í borg sætt mikilli gagnrýni. Þúsundir hafa mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar og hefur hakkara-hópurinn Anonymous blandað sér í málið með því að birta persónuupplýsingar um lögreglumanninn sem skaut hundinn. Og lögreglumanninum hefur verið hótað lífláti. Lögreglumaðurinn sem skaut hundinn heitir Brett Olsen og sagðist hann hafa verið að leita að týndu barni þann átjánda júní og í leitinni ákvað hann að opna hlið á bakgarði við heimili þar í borg. Hann fór inn í garðinn og þar beið hans hundurinn Geist, af Weimaraner-kyni. Olsen lögreglumaður taldi sér vera ógnað af hundinum og ákvað að skjóta hann. Eigandi hundsins, Sean Kendall, brást ókvæða við. Hann birti myndband á Youtube sem sýnir viðbörgð hans eftir að hafa heyrt að hundurinn hans hafði verið skotinn. Myndbandið hefst á því að Kendall útskýrir málið á meðan hann keyrir heim til sín, þar sem lögreglumenn bíða hans. Kendall lét óánægju sína greinilega í ljós við þá lögreglumenn sem voru á vettvangi og spurði: „Gat hann ekki bakkað út? Þurfti hann virkilega að skjóta hundinn minn?“Chris Burbank er yfirmaður lögreglunnar í Salt Lake City.Vakti mikla athygliMálið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Fréttastofur hafa sýnt þessu mikinn áhuga og gerði fréttaskýringaþátturinn Inside Story málið að umfjöllunarefni sínu. Í júnílok safnaðist mikill fjöldi fólks saman fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í Salt Lake City og sýndu Kendall og hundinum Geist stuðning. „Justice for Geist“, eða „Réttlæti fyrir Geist“ var meðal þess sem fólkið kallaði. Mörgum fannst Chris Burbank, yfirmaður lögreglunnar í Salt Lake City, hella olíu á eldinn þegar hann hélt blaðamannafund og sagðist hreinlega ekki skilja af hverju svona margir væru að mótmæla. „Ég hef starfað á þessum vettvangi í 23 ár og hef ekki séð jafn hörð viðbrögð þegar sumar manneskjur hafa dáið.“ Mótmælendum þótti Burbank sýna lítinn skilning á aðstæðum með þessari yfirlýsingu. Fox-fréttastofan í Bandaríkjunum ræddi við Kara Matthews sem var á því máli: „Hann gerði lítið úr dauða dýrsins. Eins og dauði þeirra skipti minna máli. Gæludýr eru hluti af fjölskyldu fólks.“ Lögregluyfirvöld í Salt Lake City standa með Olsen og segja að eftir þeim gögnum sem liggi fyrir núna virðast viðbrögð hans hafa verið rétt. En málið verður rannsakað betur á næstu vikum. Mótmælendur hafa farið fram á að Olsen verði rekinn, en Burbank kallar þá kröfu „bölvaða vitleysu“.Mótmælin voru fjölmenn.Hakkarar birta upplýsingarAnonymous –hópurinn hefur birt upplýsingar um lögreglumanninn Olsen á netinu. Heimasími, heimilsifang, netföng og fleiri persónuupplýsingar hafa verið birtar öllum. Einnig var slóð á heimasíðuna hans birt, en hún liggur nú niðri. Hópurinn heldur því fram að Olsen hafi skotið hundinn fyrir það eitt að gelta og segir hunda af þessu kyni vera þekkta fyrir að vera rólega og blíða. Þeir hafa einnig birt upplýsingar um lögregluna í Salt Lake City og benda á Facebook-síðu hennar. Þar hafa margir látið óánægju sína í ljós í athugasemdum við nánast allar stöðuuppfærslur lögreglunnar síðan Olsen skaut hundinn. Chris Burbank hefur sagt við fjölmiðla að lögreglan taki hótanir í garð Olsen mjög alvarlega. Honum hefur meðal annars verið hótað lifláti.Hundurinn Geist var skotinn þann 18. júní.Meðferð lögreglunnar á dýrum Þeir sem söfnuðust saman fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í Salt Lake City voru að mestu dýravinir, sem fundu til með Kendall. Mótmælin voru auglýst á Facebook. Sérstök Facebook-síða hefur verið stofnuð í nafni hundsins Geist og hafa tæplega sjötíu þúsund manns smellt á „like-takkann“ á síðunni. Atvikið þykir varpa ljósi á hvernig lögreglumenn bregðast við þegar þeir standa andspænis ógnandi dýrum. Keri Bogardus var í viðtali hjá fjölmiðlum í Salt Lake City. Hún er dýralæknir á svæðinu og á þrjá hunda. Hún hvetur lögreglumenn til að leita friðsamlegri leiða þegar þeir mæta dýrum sem þeim finnst vera ógnandi. Hún telur að lítið mál verði að fá sjálfboðaliða til að þjálfa lögreglumenn til að bregðast öðruvísi við í slíkum aðstæðum. „Í mínu starfi umgegnst ég mikið af hundum sem sumum finnst ógnvekjandi. Það er ýmislegt hægt að gera til að róa þá niður. Þeir verða stundum grimmir þegar einhver ókunnugur kemur á svæði sem þeir vilja vernda. En það er algjör óþarfi að skjóta hunda í þannig aðstæðum,“ útskýrir hún.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira