Erlent

Spænski hjúkrunarfræðingurinn laus við ebólu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Spænski hjúkrunarfræðingurinn sem smitaðist af ebólu er laus við veiruna og er á batavegi. Rannsóknir sem gerðar voru í dag leiddu þetta í ljós en önnur rannsókn verður gerð á næstu tímum.  Læknar telja það þó nær fullvíst að hún nái sér til fulls.

Konan smitaðist  þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en varúðarráðstafanirnar virðast ekki hafa verið samkvæmt ítrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Að minnsta kosti 4.500 eru látnir úr þessari skæðu veiru og hátt í níu þúsund eru sýktir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×