Erlent

Hátt í sjötíu féllu í árás á Indlandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ættbálkarnir hafa mótmælt ástandinu undanfarna daga.
Ættbálkarnir hafa mótmælt ástandinu undanfarna daga. vísir/ap
Uppreisnarmenn í Assam-héraði í norðaustur hluta Indlands myrtu 62 hið minnsta um jólin. Talið er að fleiri muni finnast látnir og enn aðrir muni látast af sárum sínum. Stór hluti fórnarlambanna eru konur og börn.

Assam-hérað er á liggur á milli Bútan og Bangladess. Árásirnar áttu sér stað í þorpunum Kokrajhar og Sonitpur. Yfirvöld á svæðinu segja að samtökin National Front of Bodoland (NFBD) hafi staðið á bak við árásirnar. Mörg þjóðarbrot búa í héraðinu og kemur flestum illa saman. Áralangar deilur hafa staðið milli íbúa.

Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi komið fótgangandi, ráðist inn í hús og neytt íbúana út þar sem þeir hafi verið líflátnir.

Íbúar þorpana hafa mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda og hefur komið fyrir að slagsmál brjótist út. Þrír féllu í mótmælaaðgerðum í Sonitpur en þar kveikti múgurinn í alls kyns lauslegum hlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×