Erlent

Ruddist upp á svið þegar Malala tók við friðarverðlaununum

Atli Ísleifsson skrifar
Öryggisverður fluttu manninn á brott.
Öryggisverður fluttu manninn á brott. Vísir/AFP
Einn maður hefur verið handtekinn eftir að hafa ruðst upp á svið þegar pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai tók við friðarverðlaunum Nóbels nú í hádeginu.

Maðurinn veifaði mexíkóskum fána, auk þess að hann reyndi að koma einhverjum skilaboðum til Malölu.

Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, reyndi að stöðva manninn, en maðurinn náði að segja „gerðu það, Malala... Mexíkó“ áður en hann var fluttur á brott úr ráðhúsinu af öryggisvörðum og athöfnininni fram haldið.

Malala fékk verðlaunin í ár ásamt indverska baráttumanninum Kailash Satyarthi sem um árabil hefur barist gegn barnaþrælkun á Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×