Erlent

Rúmlega 1.300 börn myrt í Rússlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Í nýrri skýrslu nefndarinnar segir að 12 þúsund brot gegn börnum hafi verið rannsökuð á tímabilinu.
Í nýrri skýrslu nefndarinnar segir að 12 þúsund brot gegn börnum hafi verið rannsökuð á tímabilinu. Vísir/AFP
Opinber nefnd sem rannsakar brot gegn rússneskum börnum segir 1.366 börn hafa verið myrt í Rússlandi á fyrstu níu mánuðum ársins. Rúmlega 7.000 barna er saknað.

Í nýrri skýrslu nefndarinnar segir að 12 þúsund brot gegn börnum hafi verið rannsökuð á tímabilinu.

Í frétt SVD kemur fram að formaður nefndarinnar segi að á síðasta ári hafi 17 þúsund brot gegn börnum verið rannsökuð, þar af 593 morð, rúmlega 1.500 nauðganir og nærri 4.500 kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×