Erlent

Loftrými London lokað vegna tölvubilunar

Atli Ísleifsson skrifar
Flugumferðarstjórnendur segir að gripið sé til allra nauðsynlegra ráðstafana til að kippa þessu í liðinn.
Flugumferðarstjórnendur segir að gripið sé til allra nauðsynlegra ráðstafana til að kippa þessu í liðinn. Vísir/AFP
Loftrými yfir bresku höfuðborginni London hefur verið lokuð til klukkan sjö í kvöld vegna tölvubilunar. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir flugumferðarstjórnendum.

Tilkynning um málið barst fyrst í stuttum skilaboðum á heimasíðu flugöryggisstofnunarinnar Eurocontrol.

Í yfirlýsingu frá flugumferðarstjórnendum (Nats) segir að gripið sé til allra nauðsynlegra ráðstafana til að kippa þessu í liðinn.

Haft er eftir talsmanni Heathrow-flugvallar í London að „tafir séu á flugi“ og að möguleiki sé á að vélum verði vísað frá.

Vélar eru aftur byrjaðar að taka á frá Gatwick-flugvelli þó að búast megi við seinkunum fram eftir kvöldi.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er síðdegisvél Icelandair nú í biðstöðu en upphaflega stóð til að hún tæki á loft klukkan 16:30.

Ekki hefur náðst í upplýsingafulltrúa WOW en vél flugfélagsins til Gatwick-flugvallar átti upphaflega að taka á loft í Keflavík klukkan 15:35 en svo virðist sem hún sé enn í Keflavík.

Uppfært klukkan 17.25: Samkvæmt upplýsingum frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air mun vél félagsins sem til Gatwick-flugvallar fara í loftið klukkan 18 í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×