Erlent

Reyndu að ræna banka með leikfangabyssum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að sögn lögreglu litu leikfangabyssur drengjanna nokkuð raunverulega út.
Að sögn lögreglu litu leikfangabyssur drengjanna nokkuð raunverulega út. Vísir/Getty
Tveir drengir, 12 og 13 ára gamlir, reyndu að ræna banka í borginni Tel Aviv í Ísrael á miðvikudaginn. Þeir voru með leikfangabyssur sem litu út eins og M16 rifflar.

Drengirnir fóru inn í bankann og öskruðu „Þetta er vopnað rán“.

Að sögn lögreglu litu leikfangabyssurnar út eins og alvöru rifflar og varð starfsfólk bankans skelkað.

Drengirnir flúðu þó af vettvangi án þess að hafa meðferðis nokkurn ránsfeng en svo virðist sem þeir hafi guggnað.

Lögreglan handtók drengina eftir að hafa borið á kennsl á þá af myndum úr eftirlitsmyndavélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×