Erlent

Fimm náðu að flýja kaffihúsið

Vopnaður maður hefur síðustu klukkustundirnar haldið gíslum á kaffihúsi í áströlsku borginni Sidney. Maðurinn kom inn á Lindt Kaffihúsið um klukkan níu að morgni að áströlskum tíma, þegar fjöldi fólks var þar inni að ná sér í kaffi á leið til vinnu sinnar.

Óljóst er hve margir gíslar eru á staðnum og einnig er óljóst hvort byssumaðurinn sé einn á ferð. Nokkrir gíslanna voru látnir standa úti í glugga kaffihússins með svartan fána sem líkist fánum herskárra íslamista en þó er ekkert vitað um hvort um hryðjuverkaárás sé að ræða.

Sex klukkustundum eftir að gíslatakan hófst náðu þrír einstaklingar að forða sér og um klukkutíma síðar komust tveir til viðbótar út. Fólkið er nú í yfirheyrslum hjá lögreglu og ætti það að geta varpað skýrara ljósi á málið. 


Tengdar fréttir

Gíslataka í Sydney

Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×