Enski boltinn

Sturridge jafnar sig í Los Angeles

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool hefur sent Danile Sturridge til Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem hann mun halda áfram endurhæfingu sinni.

Sturridge hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri en hann hefur ekkert spilað síðan í byrjun september. Fram hefur komið að hann hafi meiðst níu sinnum á sama vöðvanum á ferlinum.

„Hann fór ásamt nokkrum úr starfsliði okkar til að hann gæti fengið sérstaka meðferð,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.

Jafnvel er talið að vandamálið sé arfgengt en faðir hans, sem var í unglingaliði Birmingham á sínum tíma, og tveir frændur glímdu við samskonar meiðsli.


Tengdar fréttir

Sturridge spilar ekki fyrir jól

Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, verður frá í sex vikur til viðbótar en hann meiddist aftan í læri á æfingu Liverpool í gær.

Sturridge meiddist einu sinni enn

Daniel Sturridge, enski landsliðsframherjinn hjá Liverpool, meiddist enn á ný á æfingu í dag og þarf að fara í myndatöku á morgun.

Rodgers: Liverpool saknar Sturridge

Daniel Sturridge hefur ekki spilað með Liverpool-liðinu síðan 31. ágúst og ennfremur ekki skorað fyrir Liverpool síðan í fyrstu umferð tímabilsins. Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers viðurkennir fúslega að liðið sakni síns aðalframherja.

Sturridge frá vegna kálfameiðsla

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, verður frá í tvær til fjórar vikur eftir að hafa meiðst á kálfa á æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×