Enski boltinn

Sturridge frá vegna kálfameiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge er frá vegna meiðsla.
Sturridge er frá vegna meiðsla. Vísir/Getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, verður frá í tvær til fjórar vikur eftir að hafa meiðst á kálfa á æfingu.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hafði gefið í skyn að Sturrdige gæti snúið til baka um helgina í leik gegn QPR, en Sturridge hafði verið frá síðan í byrjun september eftir að hann meiddist á æfingu enska landsliðsins.

„Daniel reif kálfann. Hann verður líklega frá í tvær til fjórar vikur," sagði Rodgers.

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur. Hann hefur unnið sleitulaust, en við höfum fleiri leikmenn sem hafa unnið hart og geta komið inn."

Sturridge gæti misst af allt að sjö leikjum í öllum keppnum og þar á meðal stórleik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×