Enski boltinn

Enn meiðast leikmenn Liverpool með landsliðum sínum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers var mjög pirraður þegar Daniel Sturridge meiddist og þetta gleður hann eflaust lítið.
Brendan Rodgers var mjög pirraður þegar Daniel Sturridge meiddist og þetta gleður hann eflaust lítið. vísir/getty
Dejan Lovren, miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins í knattspyrnu, reif kviðvöðva á æfingu landsliðsins í gær.

„Hann verður ekki klár í leikina í Sofia og Osijek,“ segir í tilkynningu frá króatíska knattspyrnusambandinu, en Króatar mæta Búlgörum á útivelli á laugardaginn og Aserbaídjan á heimavelli á þriðjudaginn í undankeppni EM 2016.

Lovren heldur nú aftur heim til Liverpool þar sem hann fer í frekari læknisskoðun, en óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni.

Liverpool hefur verið án síns helsta framherja, DanielSturridge, í undanförnum sjö leikjum vegna meiðsla sem hann varð fyrir með enska landsliðinu, og þá hafa EmreCan og JoeAllen einnig misst af síðustu leikjum Liverpool vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í landsliðsferðum.

Verði Lovren ekki heill fyrir aðra helgi þegar úrvalsdeildin enska fer aftur af stað gæti farið svo að BrendanRodgers verði aðeins með tvo miðverði heila þar sem MahmadouSakho er að jafna sig af meiðslum líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×