Erlent

Tugþúsundir í neyðarskýlum vegna fellibyls

Linda Blöndal skrifar
Tugþúsundir manna hafa komið sér fyrir í neyðarskýlum á Fillippseyjum vegna komu fellibyljarins Hagupit.
Tugþúsundir manna hafa komið sér fyrir í neyðarskýlum á Fillippseyjum vegna komu fellibyljarins Hagupit. Vísir/AFP
Tugþúsundir manna hafa komið sér fyrir í neyðarskýlum á Fillippseyjum vegna komu fellibyljarins Hagupit. Mörg þúsund manns fórust á svipuðum tíma í fyrra þegar fellibylur gekk yfir eyjarnar. 

Gert er ráð fyrir að fellibylurinn nái landi síðar í dag eða að næturlagi á Filippseyjum. Hersveitir hafa verið sendar til svæða þar sem talið er að Fellibylurinn muni ganga yfir. Óttast er flóðbylgjur á svæðum eins og Samar sem liggur austarlega í eyjaklasanum sem og mikla eyðileggingu í borginni Tacloban sem liggur nærri. Í gær mældist vinhraðinn um 250 kílómetrar á klukkustund.

Sjö þúsund og þrjúhundruð fórust þegar fellibylurinn Hæjan fór fyrir Eyjarnar í nóvember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×