Erlent

Mikill eldur í miðborg Los Angeles

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn braust út í háhýsi á West Temple Street.
Eldurinn braust út í háhýsi á West Temple Street. Vísir/AP
Rúmlega 250 slökkviliðsmenn reyna nú að ná tökum á miklum eldi sem geisar í miðborg Los Angeles. Lögregla hefur þurft að loka hluta tveggja hraðbrauta vegna eldsins sem sést nú víða í borginni.

Talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við LA Times að eldurinn hafi brotist út í háhýsi á West Temple Street. Framkvæmdir standa nú yfir við húsið, þar sem eiga að vera íbúðir og búðir á neðstu hæðunum. Ekki er vitað um orsök eldsins.

Að neðan má sjá myndir og myndbönd sjónarvotta af eldinum.

Downtown LA in flames right now ....

A video posted by D.Green (@tayball22) on

1:34am in #dtla something big is on #fire! #LA #LAnights

A video posted by Jason (@snapshooters) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×