Erlent

Vilja að innflytjendur tali saman á þýsku

Atli Ísleifsson skrifar
Andreas Scheuer, framkvæmdastjóri CSU, segir tillöguna vera vel undirbúna og njóta mikils stuðnings.
Andreas Scheuer, framkvæmdastjóri CSU, segir tillöguna vera vel undirbúna og njóta mikils stuðnings. Vísir/AFP
Innflytjendur í Þýskalandi ættu ekki einungis að tala saman á þýsku á almannafæri, heldur einnig inni á heimilinu.

Þetta er kemur fram í tillögu íhaldsmanna í Bæjaralandi (CSU). Hugmyndirnar hafa vakið mikið umtal í Þýskalandi þó að þær séu enn ekki orðnar að opinberri stefnu flokksins.

Andstæðingar hugmyndanna hófu í kjölfarið herferð undir merkinu #YallaCSU sem var það vinsælasta merkingin á Twitter í Þýskalandi um helgina.

CSU er samstarfsflokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara í ríkisstjórn. Samkvæmt tillögunni á „að hvetja fólk sem vill vera hér til frambúðar til að tala þýsku á almannafæri og innan fjölskyldunnar.“

Andreas Scheuer, framkvæmdastjóri CSU, segir tillöguna vera vel undirbúna og að hún njóti mikils stuðnings. Yasmin Fahimi, framkvæmdastjóri þýskra jafnaðarmanna (SPD), segir CSU hins vegar vera út tengslum við allan veruleika. „Þetta væri sprenghlægilegt ef þetta væri ekki svona hættulegt.“

Í frétt BBC segir að í Evrópu sæki flestir innflytjendur til Þýskalands (592.200 árið 2012). Á heimsvísu sækja jafnframt flestir um hæli í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×