Erlent

Sprengjuhótun í Stokkhólmi: Tvær flugvélar rýmdar á Arlanda

Atli Ísleifsson skrifar
Önnur vélin sem hefur verið rýmd er SAS-vél.
Önnur vélin sem hefur verið rýmd er SAS-vél. Vísir/AFP
Lögregla í Stokkhómi hefur rýmt tvær flugvélar á Arlanda-flugvelli eftir að upplýsingar bárust um að meintar sprengjur væru um borð.

Í frétt sænska ríkissjónvarpinu kemur fram að vélarnir standi við flugstöð 5.

Albin Näverberg, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, staðfestir útkallið og segir að lögregla taki upplýsingarnar mjög alvarlega. Hótunin barst upp úr klukkan 8 í morgun og hafa sprengjusérfræðingar verið kallaðir til.

Ulf Wallin, upplýsingafulltrúi Swedavia, segir að grunur beinist að ákveðnum farangri um borð í tveimur vélum.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að málið snúist um mann sem á að hafa greint áhafnarmeðlimum frá að sprengja kynni að vera um borð í vél Germanwings á leið til Hamborgar.

Þá á hann að hafa greint frá því að hann hafi haft á tilfinningunni að það væri einnig sprengja um borð í SAS-vél og að sonur hans hafi pakkað niður sprengju í töskunni hans. Germanwings-vélin og umrædd SAS-vél hafa því nú verið rýmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×