Erlent

Geta nú útskýrt fjallsmyndun á Mars

Atli Ísleifsson skrifar
Af yfirborði Mars.
Af yfirborði Mars. Vísir/AFP
Vísindamenn Bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja sig nú geta skýrt myndun um fimm þúsund metra hás fjalls í Gale-gígnum á Mars þar sem könnunarfarið Curiosity lenti árið 2012.

Vísindamennirnir telja fjallið vera leifar sets sem var að finna á botni stöðuvatna sem fylltu djúp ker, líklegast fyrir fleiri tugum milljónum ára. Telja þeir að vindar hafi síðar grafið fram sléttu með þessu fimm kílómetra háa fjalli sem birtist mönnum í dag.

Hafi vísindamennirnir á réttu að standa byltir það hugmyndum um loftslag fyrri tíma á reikistjörnunni. Þetta myndi þýða að heimurinn hafi verið mun hlýrri og blautari fyrstu tvo milljarða árin, borið saman við fyrri hugmyndir vísindamanna.

Segja þeir að Mars hafi áður búið við umfangsmikilli hringrás vatns með snjó og annarri úrkomu til að geta viðhaldið svo rakar aðstæður. Þá er mögulegt að úthaf hafi verið á yfirborði reikistjörnunnar.

Í frétt BBC segir að síðustu áratugi hafi vísindamenn velt því fyrir sér hvort úthaf hafi áður verið á nyrðri láglendi reikistjörnunnar og munu þessar niðurstöður endurvekja þær vangaveltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×