Erlent

Merkel endurkjörin sem formaður CDU

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel tók við formannsembættinu í flokknum af Wolfgang Schäuble árið 2000.
Angela Merkel tók við formannsembættinu í flokknum af Wolfgang Schäuble árið 2000. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari var í dag endurkjörin sem formaður flokks Kristilegra demókrata (CDU). Merkel hlaut 96,7 prósent atkvæða, en ekkert mótframboð barst.

Þetta er í áttunda sinn sem Merkel er kjörin sem formaður CDU, en landsfundur flokksins stendur nú yfir í borginni Köln. 

Merkel tók við formannsembættinu í flokknum af Wolfgang Schäuble árið 2000, en hún hefur gegnt kanslaraembættinu í Þýskalandi frá árinu 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×