Erlent

Mugabe sakar varaforsetann um að hafa skipulagt banatilræði gegn sér

Atli Ísleifsson skrifar
Joice Mujuru og Robert Mugabe í október síðastliðinn.
Joice Mujuru og Robert Mugabe í október síðastliðinn. Vísir/AFP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur vikið Joice Mujuru, varaforseta landsins, úr embætti. Mugabe sakar Mujuru um að hafa skipulagt banatilræði gegn sér.

Mubage hefur einnig rekið sjö ráðherra úr ríkisstjórn og sakað þá um aðild að tilræðinu.

Mujuru, sem af mörgum hefur verið talin líklegur arftaki Mugabe í stóli forseta, neitar því að hafa unnið að því að ráða Mugabe af dögum.

Í frétt BBC kemur fram að ríkisfjölmiðlar og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, hafi unnið skipulega gegn Mujuru síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×