Erlent

Vísindamenn sanna tilvist „bjórgleraugna“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bjórgleraugun eru til.
Bjórgleraugun eru til. Vísir/Getty
Vísindamenn frá háskólanum í Bristol á Englandi hafa sannað tilvist „bjórgleraugna“ með vísindalegum hætti. Þeir komust að því að eftir því sem fólk drekkur meira áfengi fannst því annað fólk kynþokkafyllra.

Til að sanna tilvist „bjórgleraugnanna“ þurftu vísindamennirnir að kalla til tvo mismunandi hópa af fólki. Annar hópurinn fékk áfenga drykki en hinn hópurinn fékk áfengislausa drykki. Hópunum voru svo sýndar myndir af fólki og af landslagi. Talsverður munur fannst á afstöðu hópanna til myndanna; hópurinn sem drakk áfenga drykki fannst bæði fólkið og landslagið fallegra samanborið við hinn hópinn.

Vísindamennirnir frá háskólanum í Bristol segja að þær heilastöðvar sem hafi áhrif á kynhvöt fólks dofni ekki við að drekka áfengi. Þeir telja að áfengi hafi ekki örvandi áhrif á kynhvöt fólks, heldur telja að fólk taki öðruvísi ákvarðanir þegar það verður drukkið. Það sætti sig frekar við að sofa hjá fólki sem það hefði annars ekki sofið hjá.

Þeir benda á þó að auðvelt sé að grínast með þessar niðurstöður verði að taka málið alvarlega. Hægt sé að tala fólk inn á ýmislegt þegar það er drukkið og fólk sé líklegra til að stunda kynlíf á getnaðarvarna.

Vísindamennirnir tóku einnig fram að þeir ætla að halda áfram að rannsaka „bjórgleraugun“ svokölluðu. Næst ætla þeir að framkvæma rannsóknir sínar á skemmtistöðum Bristol. Sú rannsókn nær yfir fjögur kvöld, en þeir vísindamennirnir fóru ekki nánar út í framkvæmd rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×