Erlent

Tala látinna komin í átta - Myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Gríðarlega mikill snjór hefur fallið í Buffalo.
Gríðarlega mikill snjór hefur fallið í Buffalo. Vísir/AP
Gífurlega mikið óveður hefur herjað á íbúa New York fylgis í Bandaríkjunum síðustu daga. Talið er að snjórinn muni ná allt að rúmlega tveggja metra hæð í lok dagsins. Yfirvöld á svæðinu tilkynntu í dag að áttundi einstaklingurinn hafi látið lífið vegna óveðursins, en maður á sjötugsaldri fékk hjartaáfall í dag við snjómokstur.

Mörg hundruð manns sátu föst inn á heimilum sínum og í bílum og var neyðarástandi lýst yfir í borginni Buffalo í New York. Ríkisstjóri fylkisins Andrew Cuomo sagði þetta vera sögulegan viðburð og að alls konar met yrðu slegin þegar óveðrinu slotaði.

Um helgina er þó gert ráð fyrir hlýndandi veðri og rigningu. Íbúar hafa áhyggjur af flóðum og hættunni á að þök gefi sig vegna þunga þegar snjórinn blotnar.

Hér að neðan má sjá fjölda myndbanda og mynda frá Bandaríkjunum.

Gríðarlegur kuldi hefur herjað á Kanada og Bandaríkin síðustu daga.Vísir/GraphicNews
Borgarstjóri Buffalo um ástandið Jeppi klessti á lögreglubíl Frétt AP Dádýr að reyna að komast áfram í snjónum
Ekki virðast allir vera ósáttir við snjóinn
Umferð hefur gengið illa á svæðinu
Lögreglumenn notast við snjósleða til að komast leiða sinna
Timelapse af storminum Íbúi Buffalo ræðir snjóinn

Tengdar fréttir

Búist við enn meira fannfergi í Bandaríkjunum

Íbúar í norðurhluta Bandaríkjanna búa sig nú undir enn meiri snjókomu en sjö eru látnir eftir stórhríð sem þar geisaði í gær. Nú spá veðurfræðingar allt að einum metra af jafnföllnum snjó í New York ríki í dag.

Neyðarástand í New York

Allt að 180 sentímetrar af snjó hafa fallið á svæðinu og fimm eru látnir.

Fannfergi og frost vestra

Vetrarhörkur hafa skollið á íbúum Bandaríkjanna nú í vikunni, óvenju snemma árs. Næturfrost var í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu nótt. Líka á Hawaii.

Fastar í snjó í 30 tíma

Það fór betur en á horfðist þegar bandarískt kvennalið í körfubolta var að reyna að komast heim eftir keppnisferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×