Erlent

Neyðarástand í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurleg snjókoma hefur herjað á íbúa Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum síðustu daga.
Gífurleg snjókoma hefur herjað á íbúa Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum síðustu daga. Vísir/AP
Gífurleg snjókoma hefur herjað á íbúa Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum síðustu daga. Allt að 180 sentímetrar af snjó hafa fallið á svæðinu og fimm eru látnir. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í hluta fylkisins.

AP fréttaveitan segir að fimm dauðsföll séu tengd snjókomunni. Þrír hafa látist úr hjartaáfalli, þar af tveir við snjómokstur, og einn lést þegar hann festist undir bíl sem hann reyndi að losa. Sjá fimmti fannst látinn í bíl sem var grafinn undir gífurlegu magni af snjó.

Á vef CNN segir að um 50 prósent flatarmáls Bandaríkjanna hafi verið þakið snjó í gærmorgun. Veðurfræðingur sem rætt er við segir að meðaltal ársúrkomu á sumum svæðum muni hafa fallið á þeim þremur dögum sem talið er að óveðrið muni endast. Bæjarstjóri Buffalo segir þetta mögulega vera mesta snjókoma sem sést hafi á svæðinu í 40 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×