Fótbolti

Viðar Örn syngur Creed-lag inn á plötu til styrktar Vålerenga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðari Erni er margt til lista lagt.
Viðari Erni er margt til lista lagt. mynd/vif.no
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, leggur sitt af mörkum í nýrri herferð Óslóarfélagsins.

Vålerenga reynir nú að fá stuðningsmenn félagsins til að fjárfesta í því, herferð sem kölluð er Det er vi som er Vål`enga.

Norski tónlistarmaðurinn og útgefandinn David Eriksen, sem er mikill stuðningsmaður liðsins, fékk Viðar Örn til að syngja Creed-lagið My Sacrifice inn á plötu, en lagið verður svo gefið út í vikunni.

Fram kemur á heimasíðu Vålerenga að lagið mun kosta tólf krónur og rennur hagnaðurinn óskertur til félagsins. Það verður hægt að kaupa það á iTunes, cdon.com, platekompaniet.no og Spotify í vikunni.

Þó Viðar Örn sé ekki alveg sami söngfuglinn og félagi sinn frá Selfossi, GuðmundurÞórarinsson, þá hefur hann gaman að því að syngja.

Viðar Örn stimplaði sig inn hjá stuðningsmönnum Vålerenga fyrr í sumar þegar hann söng Creed-lagið "Six Feet From The Edge" á kynningarfundi á nýjum leikmönnum liðsins.

Þá var hann duglegur að syngja og dilla sér við poppmúsík þegar hann var yngri eins og kom fram í skemmtilegu sjónvarpsviðtali við hann í Noregi fyrr í sumar.

Viðar Örn er langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með 25 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×