Sogndal féll | Pálmi skoraði sitt níunda mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 19:24 Hjörtur Logi og félagar í Sogndal féllu niður um deild. heimasíða sogndal Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira