Fótbolti

Íslensku leikmennirnir komnir með 70 mörk í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason. MYND/LSK.NO
Pálmi Rafn Pálmason og Sverrir Ingi Ingason voru báðir á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en Pálmi Rafn skoraði þrennu fyrir Lilleström á móti Start.

Þessi fjögur íslensku mörk í norsku deildinni í gær þýða að íslensku leikmennirnir í deildinni eru búnir að skora 70 mörk í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og halda því áfram að bæta metið sem þeir settu í lok september.

Íslenskir leikmenn höfðu mest áður skorað samtals 42 mörk á einu tímabili í norsku úrvalsdeildinni og eru því langt komnir með að tvöfalda gamla íslenska markametið í norsku deildinni.

Viðar Örn Kjartansson er langmarkahæstur íslensku leikmannanna en hann hefur samt ekki skorað nema eitt mark í síðustu fimm leikjum Vålerenga. Viðar Örn er samt ennþá með tólf marka forskot á næstu menn og á markakóngstitilinn vísan.

Fimmtán íslenskir knattspyrnumenn hafa skorað í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það má sjá lista yfir markaskor þeirra hér fyrir neðan.

Mörk íslensku leikmannanna í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu:

Viðar Örn Kjartansson, Valerenga    25

Pálmi Rafn Pálmason, Lilleström    7

Björn Daníel Sverrisson, Viking    6

Jón Daði Böðvarsson, Viking    5

Matthías Vilhjálmsson, Start    5

Steinþór Freyr Þorsteinsson, Viking    4

Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg    4

Björn Bergmann Sigurðarson, Molde    3

Sverrir Ingi Ingason, Viking    3

Indriði Sigurðsson, Viking    3

Hjörtur Logi Valgarðsson, Sogndal    1

Guðmundur Kristjánsson, Start    1

Birkir Már Sævarsson, Brann    1

Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg    1

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Sandnes Ulf    1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×