Innlent

Segist hafa játað samviskunnar vegna

Bjarki Ármannsson skrifar
Gísli játaði sekt sína fyrir saksóknara í dag.
Gísli játaði sekt sína fyrir saksóknara í dag. Vísir/GVA
„Maður kemur á einhverjum tímapunkti á endastöð þar sem maður getur ekki sagt ósatt lengur,” sagði Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, í viðtali í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Gísli játaði í dag fyrir saksóknara að hafa lekið gögnum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla en hann segir engan annan hafa vitað um verknaðinn.

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara átti að fara fram í fyrramálið en Gísli sagðist í viðtalinu ekki vita til þess að saksóknari byggi yfir gögnum sem sönnuðu sekt hans. Hann gæti einfaldlega ekki „samviskunnar vegna“ haldið því leyndu áfram að hafa staðið á bak við lekann.

„Það var í rauninni enginn tilgangur með þessu,“ sagði Gísli jafnframt í viðtalinu. Til stóð að mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið vegna úrskurðar um að senda Omos úr landi, en við minnisblaðið sem Gísli sendi til fjölmiðla hafði hann bætt óstaðfestum sögusögnum um tengsl Omos við mansal. Gísli segist ekki hafa verið að reyna að koma höggi á Omos með þessu heldur vildi hann „að önnur hlið kæmi fram á málið.“

Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika þess að leka gögnunum, né því að athæfi hans væri ólöglegt. Hanna Birna sagði í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld að játning Gísla hefði komið henni í opna skjöldu. Gísli ítrekaði það í viðtalinu að hún hefði aldrei haft vitneskju um það að hann stæði að baki lekanum.


Tengdar fréttir

Hanna Birna ber vitni í málinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni.

Gísli Freyr neitar sök

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu.

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður

"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.

Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði

Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.

Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi

Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×