Innlent

Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu

Bjarki Ármannsson skrifar
Hanna Birna baðst undan því að halda utan um málefni dóms- og ákæruvalds eftir að annar aðstoðarmanna hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu.
Hanna Birna baðst undan því að halda utan um málefni dóms- og ákæruvalds eftir að annar aðstoðarmanna hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Mynd/Samsett
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Forsætisráðherra tilkynnti ráðherrum þetta á fundi ríkisstjórnar sem lauk rétt í þessu. Þessi tillaga verður í kjölfarið send forseta Íslands til staðfestingar.

Hanna Birna baðst undan því að halda utan um málefni dóms- og ákæruvalds eftir að annar aðstoðarmanna hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu. Er Gísli Freyr grunaður um að hafa lekið minnisblaði með viðkvæmum upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla. Var aðstoðarmaðurinn leystur frá störfum í kjölfar ákærunnar.


Tengdar fréttir

Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær.

Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV

Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra.

Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis

Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða.

Þingnefnd boðar opinn fund um lekamálið

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar boðar opinn fund í nefndinni um lekamálið. Ekkert verði gert til að trufla skoðun Umboðsmanns Alþingis á málinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.