Innlent

Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, fær 893 þúsund krónur á mánuði á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, fær 893 þúsund krónur á mánuði á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. Vísir/Stefán
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.

Gísli Freyr er með rúm 764 þúsund á mánuði og fyrir fasta yfirvinnu fær hann greidd rúm 128 þúsund. Heildarmánaðarlaun hans nema því 893 þúsund krónum.

Innanríkisráðherra leysti Gísla Frey frá störfum 15. ágúst síðastliðinn, eftir að ríkissaksóknari ákvað að ákæra hann í „lekamálinu“ svokallaða. Gísli er ákærður fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitenda til ótilgreindra aðila. Málið gegn honum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hann neitar alfarið sök í málinu.

Lögfræðingar innanríkisráðuneytisins telja að um aðstoðarmenn ráðherra gildi lög um Stjórnarráð Íslands sem og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir: „Miðað við þá framkvæmd sem tíðkast hefur, er Gísli því í launuðu leyfi frá störfum líkt og almennt gildir um starfsmenn Stjórnarráðsins í stöðu sem þessari samanber meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.“


Tengdar fréttir

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður

"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×