Erlent

Yfirvöld í Nígeríu reið Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Herinn vill betri vopn.
Herinn vill betri vopn. Vísir/AFP
Sendiherra Nígeríu í Bandaríkjunum gagnrýndi stjórnvöld í Washington fyrir að neita að selja her Nígeríu þungavopn. Þeir vilja vopnin til að berjast gegn Boko Haram hryðjuverkasamtökunum en Bandaríkin neita að selja þeim vopnin vegna meintra mannréttindabrota hersins.

„Yfirvöld Bandaríkjanna hafa neitað beiðni Nígeríu um að kaupa banvænan búnað sem væri hægt að nota til að brjóta hryðjuverkasamtökin á stuttum tíma,“ hefur BBC eftir sendiherranum Adebowale Ibidapo Adefuye.

Herinn í Nígeríu hefur verið sakaður um að fremja ýmiss ódæði eins og pyntingar og að taka grunaða menn af lífi. Lög í Bandaríkjunum banna vopnasölu til ríkja þar sem herir hafa verið sakaðir um mannréttindabrot.

Sendiherrann segir þó að þessar ásakanir séu byggðar á hálfsannleika, orðrómum og ýkjum, sem pólitískir andstæðingar yfirvalda í Nígeríu dreifi nú fyrir kosningar þar í landi. Hann sagði Boko Haram vera álíka andstæðingur og Íslamska ríkið og að samtökin ógnuðu sjálfstæði Nígeríu.

„Það hjálpar ekki að veita okkur stuðning til að veita óvini okkar stungu, þegar það sem við þurfum að veita þeim er náðarhöggið.“


Tengdar fréttir

Drap tugi námsmanna

Sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp á samkomu í framhaldsskóla í borginni Potiskum í Nígeríu. Að minnsta kosti 48 námsmenn létu lífið. Viku áður hafði annar maður gert sams konar árás í sömu borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×