„Stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 16:44 vísir/aðsend/getty Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“ Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“
Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10
Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19
Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15