Erlent

Sænski sjóherinn auglýsir stöðu kennara í kafbátaleit lausa til umsóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni þegar mest var í síðasta mánuði.
Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni þegar mest var í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Sænski sjóherinn auglýsir nú á heimasíðu sinni stöðu kennara í kafbátaleit lausa til umsónar. „Staðan er einfaldlega laus,“ segir Ulf Frisesdal, talsmaður hersins í samtali við TV4.

Mikið gekk á í skerjagarðinum fyrir utan sænsku höfuðborgina Stokkhólm í síðasta mánuði. Leit stóð þá yfir að einhverju sem talið er að hafi brotið friðhelgi landsvæðis Svíþjóðar.  Gerðu flestir ráð fyrir að um að kafbát væri að ræða þó að herinn hafi aldrei viljað kalla leitina „kafbátaleit“.

Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni þegar mest var og voru stór svæði - bæði á lofti, landi og sjó - lokuð almenningi þó að ekkert hafi fundist áður en leitinni var hætt.

Í frétt DN segir að herskólinn í borginni Karlskrona hafi nú auglýst stöðu kennara í kafbátaleit lausa til umsóknar – og það liggi á að finna einhvern í starfið.

„Já,“ segir Frisesdal í samtali við TV4.

Sjáið þið kaldhæðnina í því að slík auglýsing hafi verið birt á þessum tímapunkti?

„Nei.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×