Bíll fór út í Ölfusá Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2014 23:27 Fjöldi fólks tekur þátt í leitinni. Vísir/Magnús Hlynur Uppfært 00:38 Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn víðsvegar af Suðurlandi leita nú með bökkum Ölfusár, eftir að bíl var ekið út í ána skömmu fyrir ellefu í kvöld. Lögreglan telur að einn hafi verið í bílnum en það er ekki vitað með vissu. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á milli hótelsins og kirkjunnar á Selfossi og hafa björgunarsveitir úr nærliggjandi sveitarfélögum verið kallaðar til hjálpar. Gönguhópar björgunarsveita ganga með árbökkum og kanna grynningar. Kafarar taka einnig þátt í leitinni og björgunarsveitir eru með gúmmíbáta og sæketti á ánni. Þá eru ljóskastarar einnig notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til hjálpar og kom hún á vettvang fyrir eitt í nótt. Þegar þetta er skrifað er enn ekki vitað hver það var sem keyrði bílnum og lögreglan reynir nú að komast að því. Bíllinn hefur ekki fundist samkvæmt upplýsingum af vettvangi. Mjög djúpt og straumþungt er þar sem áin beygir fyrir neðan brúnna. Þar myndast miklir hringiðustraumar og þess vegna verður ekkert kafað þar í nótt. 83 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni auk lögreglumanna, kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Allt í allt eru um hundrað manns að leita. Leit mun standa yfir í alla nótt og verður Björninn, færanleg stjórnstöð svæðisstjórnar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu, nýttur sem stjórnstöð aðgerða.Uppfært kl. 10.50 Maðurinn fannst á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Sjá meira hér.Þetta er svæðið sem leitað er á.GoogleLeitað er með bökkum Ölfusár og á ánni sjálfri.Vísir/Magnús Hlynur Tengdar fréttir Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Uppfært 00:38 Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn víðsvegar af Suðurlandi leita nú með bökkum Ölfusár, eftir að bíl var ekið út í ána skömmu fyrir ellefu í kvöld. Lögreglan telur að einn hafi verið í bílnum en það er ekki vitað með vissu. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á milli hótelsins og kirkjunnar á Selfossi og hafa björgunarsveitir úr nærliggjandi sveitarfélögum verið kallaðar til hjálpar. Gönguhópar björgunarsveita ganga með árbökkum og kanna grynningar. Kafarar taka einnig þátt í leitinni og björgunarsveitir eru með gúmmíbáta og sæketti á ánni. Þá eru ljóskastarar einnig notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til hjálpar og kom hún á vettvang fyrir eitt í nótt. Þegar þetta er skrifað er enn ekki vitað hver það var sem keyrði bílnum og lögreglan reynir nú að komast að því. Bíllinn hefur ekki fundist samkvæmt upplýsingum af vettvangi. Mjög djúpt og straumþungt er þar sem áin beygir fyrir neðan brúnna. Þar myndast miklir hringiðustraumar og þess vegna verður ekkert kafað þar í nótt. 83 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni auk lögreglumanna, kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Allt í allt eru um hundrað manns að leita. Leit mun standa yfir í alla nótt og verður Björninn, færanleg stjórnstöð svæðisstjórnar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu, nýttur sem stjórnstöð aðgerða.Uppfært kl. 10.50 Maðurinn fannst á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Sjá meira hér.Þetta er svæðið sem leitað er á.GoogleLeitað er með bökkum Ölfusár og á ánni sjálfri.Vísir/Magnús Hlynur
Tengdar fréttir Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49