Leitaði skjóls í vélgröfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 13:40 Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. Vísir/GVA „Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt. Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt.
Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52