Erlent

Fullyrða að Pútín verði á G20 fundinum á morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Pútín mætti á fundinn í dag eins og hinir þjóðarleiðtogarnir. Strax kröfðust nokkrir þeirra að Rússar létu af hernaði í Úkraínu.
Pútín mætti á fundinn í dag eins og hinir þjóðarleiðtogarnir. Strax kröfðust nokkrir þeirra að Rússar létu af hernaði í Úkraínu. Vísir / AFP
Rússnesk stjórnvöld segja að Vladimir Pútín, forseti landsins, ætli sér að taka fullan þátt í skipulagðri dagskrá á G20 fundinum sem fram fer í Ástralíu um helgina. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í kvöld að Pútín hefði ákveðið að hætta þátttöku á fundinum eftir fremur kaldar móttökur í dag.

Á G20 fundinum hittast þjóðarleiðtogar 20 stærstu ríkja heims í efnahagslegu tilliti til að ræða stöðu heimsmálanna. Vestrænir þjóðarleiðtogar settu pressu á Pútín að Rússar kölluðu hermenn sína heim frá Úkraínu.

Ástralska dagblaðið Courier Mail fullyrti í dag að Pútín hefði ákveðið að sleppa morgunverðarfundi sem skipulagður er í fyrramálið og fara frá Brisbane til að funda í Moskvu.

Dmitry Pesko, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir það einfaldlega ekki rétt. „Þetta er rangt. Forsetinn mun taka fullan þátt í dagskránni,“ er haft eftir honum á vef breska blaðsins Guardian




Fleiri fréttir

Sjá meira


×