Fótbolti

Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu

Kristinn Páll Teitsson í Plzen skrifar
Theódór Elmar.
Theódór Elmar. Vísir/daníel
„Þetta er gríðarlega sárt, þetta var mjög mikilvægur leikur og við vorum langt frá okkar besta í dag," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn.

„Leikskipulagið þeirra gekk upp í dag og okkar klikkaði. Við vorum ekki nægilega góðir á boltanum og þú þarft að eiga toppleik gegn jafn góðu liði."

Íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum og skapaðist oft hætta eftir lélegar sendingar íslenskra leikmanna.

„Við gerðum einfaldlega of mikið af einstaklingsmistökum í leiknum í kvöld sem gerði það að verkum að leikskipulagið gekk ekki. Ég er gríðarlega svekktur með eigin frammistöðu, ég átti að skalla boltann í burtu í fyrra markinu og ég var að missa manninn of oft fyrir aftan mig í leiknum."

„Þetta voru mörk sem við eigum að geta varist gegn. Við erum sterkari en þeir í föstum leikatriðum og svo fá þeir heppnis sjálfsmark sem tryggir sigurinn."

Fjórir mánuðir eru í næsta leik Íslands gegn Kasakstan en Ísland er í 2. sæti eftir leik kvöldsins.

„Við vissum vel að við myndum ekki fara taplausir í gegnum þessa keppni og það sem gildir núna er að taka næsta leik. Við verðum að leggja þennan leik að baki okkur og einbeita okkur að því sem við höfum gert vel."


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×