Fótbolti

Stórglæsilegt mark Roberto Firmino tryggði Brössum sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/AFP
Glæsilegt sigurmark varamannsins Roberto Firmino tryggði Brasilíumönnum 2-1 sigur á Austurríki í vináttulandsleik í kvöld en spilað var á Ernst-Happel leikvanginum í Vín.Roberto Firmino kom inná sem varamaður fyrir Luiz Adriano á 62. mínútu og skoraði sigurmarkið sitt á 83. mínútu með frábæru langskoti.Roberto Firmino er 23 ára gamall og spilar með þýska liðinu 1899 Hoffenheim. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Tyrkjum 12. nóvember þegar hann kom einnig inná fyrir Luiz Adriano.David Luiz kom Brasilíu í 1-0 eftir stoðsendingu frá Oscar á 64. mínútu en Aleksandar Dragovic jafnaði úr vítaspyrnu á 75. mínútu.Neymar spilaði allan leikinn en náði ekki að bæta við þau fimmtán mörk sem hann hefur skorað fyrir brasilíska landsliðið á þessu ári.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.