Erlent

Árekstrabrúður í Bandaríkjunum stækka

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Árekstrabrúður í Bandaríkjunum munu þyngjast á næstunni til endurspegla betur íbúa Bandaríkjanna. Áður fyrr voru þær tæp 76 kíló, en núverða þær þyngdar upp í tæp 123 kíló.

Samkvæmt frétt á vefnum Mashable verða brúðurnar ekki einfaldlega þyngdar heldur stækkaðar einnig.

Framkvæmdastjóri Humanetics, sem framleiðir brúðurnar sagði í viðtali nýverið of þeir sem glími við offitu séu allt að 78 prósent líklegri til að láta lífið í bílslysi en einstaklingar í meðalvigt.

„Hluti vandans er að þyngri einstaklingar sitja öðruvísi í bílsætum,“ sagði Christopher O´Connor. Hann segir þá sitja fjær sætinu með bakið og beltið sitji öðruvísi utan um þau.

Árið 2011 þurfti landhelgisgæsla Bandaríkjanna að breyta viðmiðunarreglum um meðalþyngd farþega í skipum úr 72 kílóum í 84 kíló. Þannig þurfti að breyta hámarksfjölda farþega í mörgum skipum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×