Erlent

Kannabis lögleitt í tveimur ríkjum Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Í DC yrði leyfilegt að eiga allt að 56 grömm af maríjúana og þrjár plöntur ætlaðar til einkanota. Ekki verður þó leyfilegt að selja kannabis.
Í DC yrði leyfilegt að eiga allt að 56 grömm af maríjúana og þrjár plöntur ætlaðar til einkanota. Ekki verður þó leyfilegt að selja kannabis. Vísir/Getty
Kjósendur í Oregon og District of Columbia kusu í gær að lögleiða neyslu kannabis. Þá er enn ekki búið að telja öll atkvæði í Alaska, en líklegt þykir að lögleiðing verði einnig samþykkt þar. Þau ríki fylgja á hæla Colorado og Washington, en bandaríska þingið gæti þó komið í veg fyrir lögleiðingu í District of Columbia.

Í DC yrði leyfilegt að eiga allt að 56 grömm af maríjúana og þrjár plöntur ætlaðar til einkanota. Ekki verður þó leyfilegt að selja kannabis.

Í Oregon og Alaska fjölluðu lögin hins vegar um stjórnun og skattlagningu sölu á kannabisefnum, eins og lögin segja nú til um í Colorado og Washington.

AP fréttaveitan ræddi við Ethan Nadelmann frá Drug Policy Alliance samtökunum, sem hafa staðið að baki lögleiðingarhreyfingunni í Bandaríkjunum. Hann segir niðurstöður kosninganna geri þá ákveðnari í að leggja fram svipuð lög í Kaliforníu árið 2016.

„Hraði breytinganna er að aukast, önnur ríki munu eflaust bætast við og jafnvel mun þingið vakna frá værum svefni sínum,“ sagði Ethan.

Lögreglan í Oregon barðist gegn lögleiðingunni á þeim forsendum með henni ættu börn auðveldara aðgengi að eiturlyfjum og að fleiri myndu keyra undir áhrifum.

Álíka atkvæðagreiðsla fór fram í Flórída, en þrátt fyrir að meirihluti hafi verið hlynntur lögleiðingu, eða 57 prósent. Þurfti lögleiðingin 60 prósent atkvæða til að taka gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×