Auka á fjölbreytni í húðlit emoji fígúra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. nóvember 2014 11:55 Til stendur að auka fjölbreytileikann í emoji táknum. Samtökin sem hafa yfirumsjón með hönnun hinna svokölluðu emoji tákna, The Unicode Consortium, hafa í hyggju að ná til fleiri manns. Til stendur að auka fjölbreytileikann í húðlit táknanna sem eru mikið notuð í samskiptum með snjallsímum. „Fólk um allan heim vill eiga emoji sem endurspegla betur fjölbreytileika mannkynsins. Þetta á sérstaklega við um húðlit,“ segir í skýrslu samtakanna. Hingað til hafa andlit flestra emoji táknanna verið gul. En nú stendur til að gefa fólki val um hvernig táknið á að vera á litinn. Fyrr á árinu var greint frá því að Apple og Unicode Consortium ætluðu í sameiningu að auka úrvalið á táknunum. Notkun emoji táknanna jókst mikið með iOS 6 uppfærslunni, þegar táknum var fjölgað og gerð aðgengileg öllum notendum og var hægt að nota í fleiri forritum.RT if you think there needs to be an #emojiethnicityupdate — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) December 19, 2012Baráttan fyrir auknum fjölbreytileika í húðlit emoji tákna hefur staðið yfir í þónokkurn tíma. Vefurinn Jezebel rekur upphafið fyrir baráttunni á opinberum vettvangi til engrar annarar en söngkonunnar Miley Cyrus, eins og sjá má hér að ofan. Tístið fékk sterk viðbörgð, á sjöunda þúsund manns endurbirtu það (e. Retweet). Í ágúst í fyrra gekk undirskriftalisti á netinu þar sem skorað var á þau samtök og fyrirtæki sem hafa áhrif á hvaða emoji tákn eru hönnuð að fjölga emoji táknum sem endurspegluðu aðra kynþætt en þann hvíta. Í áskoruninni, sem skrifað var undir, stóð að hægt væri að velja tákn sem sýndu allar hliðar tunglsins, brosandi kúk og tvö kameldýr. En þau tákn sem væru með annan húðlit en hvítan væru einungis tvö, af áttahundruð. Það væri asískur maður og maður með túrban.It makes me mad that there are no black emojis... — Tahj Mowry (@Tahj_Mowry) March 16, 2014Á vefnum The Atlantic birtist gagnrýni á Unicode Consortium fyrir að hafa fjölgað táknum um 250 en ekkert þeirra endurspeglaði aðra kynþætti. Fjölgunin kom eftir að samtökin ætluðu í samstarf með Apple að auka fjölbreytnina í húðlit tákna. Fleiri tónlistarmenn en Miley Cyrus hafa tjáð sig um málið. Söngvarinn, leikarinn og dansarinn Tahj Mowry tísti um þetta, eins og sjá má hér að ofan. Hinn póst-móderníski rappari Lil‘ B lét hanna sín eigin tákn og lagði þannig sín lóð á vogaskálarnar. Fyrirtækið Oju Africa gerði slíkt hið sama og vakti það athygli. #HelloWorld! #EmojiEthnicityUpdate is already here…Say hello to #Oju, born in #Africa 2012. #WeGotYoupic.twitter.com/19elx9PX1E — Mi-Fone (@MiFone) March 26, 2014Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Time, Al Jazeera, LA Times og fleiri stórra fjölmiðla. Málið skiptir marga máli. Á vef Jezebel kemur fram að haldið verði áfram að berjast fyrir auknum fjölbreytileika þó svo að breytingar hafi verið boðaðar. Uppfærslan á að líta dagsins ljós á næsta ári. „En við berjumst samt áfram,“ segir í samantekt Jezebel. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Samtökin sem hafa yfirumsjón með hönnun hinna svokölluðu emoji tákna, The Unicode Consortium, hafa í hyggju að ná til fleiri manns. Til stendur að auka fjölbreytileikann í húðlit táknanna sem eru mikið notuð í samskiptum með snjallsímum. „Fólk um allan heim vill eiga emoji sem endurspegla betur fjölbreytileika mannkynsins. Þetta á sérstaklega við um húðlit,“ segir í skýrslu samtakanna. Hingað til hafa andlit flestra emoji táknanna verið gul. En nú stendur til að gefa fólki val um hvernig táknið á að vera á litinn. Fyrr á árinu var greint frá því að Apple og Unicode Consortium ætluðu í sameiningu að auka úrvalið á táknunum. Notkun emoji táknanna jókst mikið með iOS 6 uppfærslunni, þegar táknum var fjölgað og gerð aðgengileg öllum notendum og var hægt að nota í fleiri forritum.RT if you think there needs to be an #emojiethnicityupdate — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) December 19, 2012Baráttan fyrir auknum fjölbreytileika í húðlit emoji tákna hefur staðið yfir í þónokkurn tíma. Vefurinn Jezebel rekur upphafið fyrir baráttunni á opinberum vettvangi til engrar annarar en söngkonunnar Miley Cyrus, eins og sjá má hér að ofan. Tístið fékk sterk viðbörgð, á sjöunda þúsund manns endurbirtu það (e. Retweet). Í ágúst í fyrra gekk undirskriftalisti á netinu þar sem skorað var á þau samtök og fyrirtæki sem hafa áhrif á hvaða emoji tákn eru hönnuð að fjölga emoji táknum sem endurspegluðu aðra kynþætt en þann hvíta. Í áskoruninni, sem skrifað var undir, stóð að hægt væri að velja tákn sem sýndu allar hliðar tunglsins, brosandi kúk og tvö kameldýr. En þau tákn sem væru með annan húðlit en hvítan væru einungis tvö, af áttahundruð. Það væri asískur maður og maður með túrban.It makes me mad that there are no black emojis... — Tahj Mowry (@Tahj_Mowry) March 16, 2014Á vefnum The Atlantic birtist gagnrýni á Unicode Consortium fyrir að hafa fjölgað táknum um 250 en ekkert þeirra endurspeglaði aðra kynþætti. Fjölgunin kom eftir að samtökin ætluðu í samstarf með Apple að auka fjölbreytnina í húðlit tákna. Fleiri tónlistarmenn en Miley Cyrus hafa tjáð sig um málið. Söngvarinn, leikarinn og dansarinn Tahj Mowry tísti um þetta, eins og sjá má hér að ofan. Hinn póst-móderníski rappari Lil‘ B lét hanna sín eigin tákn og lagði þannig sín lóð á vogaskálarnar. Fyrirtækið Oju Africa gerði slíkt hið sama og vakti það athygli. #HelloWorld! #EmojiEthnicityUpdate is already here…Say hello to #Oju, born in #Africa 2012. #WeGotYoupic.twitter.com/19elx9PX1E — Mi-Fone (@MiFone) March 26, 2014Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Time, Al Jazeera, LA Times og fleiri stórra fjölmiðla. Málið skiptir marga máli. Á vef Jezebel kemur fram að haldið verði áfram að berjast fyrir auknum fjölbreytileika þó svo að breytingar hafi verið boðaðar. Uppfærslan á að líta dagsins ljós á næsta ári. „En við berjumst samt áfram,“ segir í samantekt Jezebel.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira