Erlent

Gefa 15 tonn af „rússneskum“ osti til bágstaddra Dana

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður Arla segir að ostur með bláberjabragði, klettasalati og ólífum sé vanalega ekki seldur í Danmörku.
Talsmaður Arla segir að ostur með bláberjabragði, klettasalati og ólífum sé vanalega ekki seldur í Danmörku. Vísir/AFP
Norræni mjólkurvörurisinn Arla hefur ákveðið að gefa 15 tonn af osti sem var sérstaklega framleiddur fyrir rússneskan markað til danskrar stofnunar sem útdeilir mat til bágstaddra.

Osturinn hefði undir venjulegum kringumstæðum verið seldur á rússneskan markað, en vegna innflutningsbanns rússneskra stjórnvalda á evrópskar matvörur verður að lítið úr því.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að talsmaður Arla segir ekki mögulegt að selja ostinn á öðrum mörkuðum þar sem hann innihaldi krydd og bragð sem er sérhugsað fyrir rússneska bragðlauka. Segir hann að ostur með bláberjabragði, klettasalati og ólífum sé vanalega ekki seldur í Danmörku.

Talsmaður hjálparstofnunarinnar segist fagna gjöfinni og að hún muni gagnast þúsundum mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×