Vikan á Vísi: Skapahárasnyrting, nektarjóga og ælupest án kóladrykkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2014 11:00 Ýmislegt var um að vera í vikunni sem var. Vísir Kenningin um ælupest og kók, sjónvarpsmaður í nektarjóga, íslensk móðir í forræðisdeilu, foreldrar í sorg án fæðingarorlofs og svarið við því af hverju konur raka sig að neðan voru á meðal þeirra frétta sem báru hæst á Vísi í vikunni sem leið. Þá vakti einnig athygli kostuleg samskipti móður við bráðamóttöku heilbrigðisþjónustu Suðurnesja í verkfallsaðgerðum sem nú standa yfir.Sá norski kviknakinn í jóga.Kóladrykkir ekki lausnin við ælupest Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts, sagði lesendum Vísis að ælupestin sem angrað hefur fjölmarga landsmenn undanfarið væri útbreiddari en alla jafna. Hann minnti á mikilvægi handþvotts og almenns hreinlætis. Þá mælti hann ekki með því að fólk drykki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu.“Norskur sjónvarpsmaður í nektarjóga Harald Rønneberg hjá norsku sjónvarpsstöðinni TV2 skellti sér í nektarjóga lesendum Vísis til mikillar skemmtunar. Um var að ræða innslag í þátt hjá honum á sjónvarpsstöðinni. „Finnst fólki þetta alvöru slakandi?“ spurði hann, furðulostinn.Einar og frú fá aðeins þrjá mánuði í orlof en ekki níu.Mínútuspursmál hvort foreldrar látinna barna fái fullt orlof eða ekkiEinar Árni Jóhannsson, kennari í Njarðvík og körfuboltaþjálfari, og kona hans eignuðust andvana barn á dögunum. Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof eiga þau ekki rétt á fullu fæðingarorlofi. Hefði barnið hins vegar fæðst en látið lífið mínútu síðar væri fullur réttur til orlofs. Einar segir að móðir sem fæði andvana barn, rétt eins og konan hans, fari í gegnum sama ferli og sú sem fæðir lifandi barn sem láti lífið síðan mínútu eða jafnvel klukkustundum eftir fæðingu. „Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég er ekki að kalla eftir neinu fyrir mig og mína, en mikið vona ég að menn vakni og leiðrétti þessa vitleysu sem að meira að segja fagaðilarnir í kerfinu furða sig á.“Ásta Gunnlaugsdóttir þarf að halda aftur til Bandaríkjanna.Vísir/StefánEiginmaður Ástu dæmdur fyrir vörslu barnaklámsÁstu Gunnlaugsdóttur var í vikunni gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. Sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem áður hafði áður úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu þeirra í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Þarf Ásta að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo, Washington, innan tveggja mánaða. Eiginmaður Ástu játaði fyrir héraðsdómi í desember 2005 að hafa átt í vörslum sínum 349 barnaklámsmyndir og 17 hreyfimyndir af börnum sem var verið að misnota. Myndirnar fundust í tölvu hans þegar hann fór með hana í viðgerð hjá Tölvulistanum. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín. Á bráðamóttöku með astmaveikt barn og sagt í tvígang að hringja í 112 „Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu á þriðjudaginn. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Úr urðu kostuleg samskipti við afgreiðsludömuna.„Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn.“Hvers vegna raka konur sig að neðan? Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, segir nauðrakstur á skapahárum orðið hið hefðbundna viðmið þegar komi að skapahárasnyrtingu ungra kvenna. Hildur hefur rannsakað málið í námi sínu. „Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn. Hluti af því að verða kynþroska að taka af sér öll hárin. Þær sögðu þetta gefa meiri nánd í kynlífi en aðspurðar hvort þær hefðu einhvern samanburð svöruðu þær allar neitandi,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Tengdar fréttir Vikan á Vísi: MDMA, fjall á flugi, bíll á hvolfi og dýrkeypt djamm Þetta var það sem fór hæst í vikunni sem var. 26. október 2014 07:00 Vikan á Vísi: Þrjú brjóst, Coke-flöskur og mistök við uppvask Fréttir vikunnar sem var á Vísi. 28. september 2014 10:30 Vikan á Vísi: Íslenska landsliðið, 250 kallinn og yfirgengileg túristamynd Íslenska landsliðið, 250 krónur fyrir eina máltíð og yfirgengileg túristamynd var á meðal þess sem sem vakti mesta athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 19. október 2014 10:00 Vikan á Vísi: Fermetrar Árna, Hundagröf og Krummi í Mínus Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 12. október 2014 07:00 Vikan á Vísi: Guðni Ágústsson, G-bletturinn og Gunnar Nelson Guðni Ágústsson, Kópavogsbúi sem sérhæfir sig í G-blettsfullnægingum og bardagi Gunnars Nelson í Stokkhólmi í gærkvöldi var á meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 5. október 2014 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Kenningin um ælupest og kók, sjónvarpsmaður í nektarjóga, íslensk móðir í forræðisdeilu, foreldrar í sorg án fæðingarorlofs og svarið við því af hverju konur raka sig að neðan voru á meðal þeirra frétta sem báru hæst á Vísi í vikunni sem leið. Þá vakti einnig athygli kostuleg samskipti móður við bráðamóttöku heilbrigðisþjónustu Suðurnesja í verkfallsaðgerðum sem nú standa yfir.Sá norski kviknakinn í jóga.Kóladrykkir ekki lausnin við ælupest Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts, sagði lesendum Vísis að ælupestin sem angrað hefur fjölmarga landsmenn undanfarið væri útbreiddari en alla jafna. Hann minnti á mikilvægi handþvotts og almenns hreinlætis. Þá mælti hann ekki með því að fólk drykki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu.“Norskur sjónvarpsmaður í nektarjóga Harald Rønneberg hjá norsku sjónvarpsstöðinni TV2 skellti sér í nektarjóga lesendum Vísis til mikillar skemmtunar. Um var að ræða innslag í þátt hjá honum á sjónvarpsstöðinni. „Finnst fólki þetta alvöru slakandi?“ spurði hann, furðulostinn.Einar og frú fá aðeins þrjá mánuði í orlof en ekki níu.Mínútuspursmál hvort foreldrar látinna barna fái fullt orlof eða ekkiEinar Árni Jóhannsson, kennari í Njarðvík og körfuboltaþjálfari, og kona hans eignuðust andvana barn á dögunum. Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof eiga þau ekki rétt á fullu fæðingarorlofi. Hefði barnið hins vegar fæðst en látið lífið mínútu síðar væri fullur réttur til orlofs. Einar segir að móðir sem fæði andvana barn, rétt eins og konan hans, fari í gegnum sama ferli og sú sem fæðir lifandi barn sem láti lífið síðan mínútu eða jafnvel klukkustundum eftir fæðingu. „Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég er ekki að kalla eftir neinu fyrir mig og mína, en mikið vona ég að menn vakni og leiðrétti þessa vitleysu sem að meira að segja fagaðilarnir í kerfinu furða sig á.“Ásta Gunnlaugsdóttir þarf að halda aftur til Bandaríkjanna.Vísir/StefánEiginmaður Ástu dæmdur fyrir vörslu barnaklámsÁstu Gunnlaugsdóttur var í vikunni gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. Sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem áður hafði áður úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu þeirra í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Þarf Ásta að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo, Washington, innan tveggja mánaða. Eiginmaður Ástu játaði fyrir héraðsdómi í desember 2005 að hafa átt í vörslum sínum 349 barnaklámsmyndir og 17 hreyfimyndir af börnum sem var verið að misnota. Myndirnar fundust í tölvu hans þegar hann fór með hana í viðgerð hjá Tölvulistanum. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín. Á bráðamóttöku með astmaveikt barn og sagt í tvígang að hringja í 112 „Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu á þriðjudaginn. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Úr urðu kostuleg samskipti við afgreiðsludömuna.„Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn.“Hvers vegna raka konur sig að neðan? Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, segir nauðrakstur á skapahárum orðið hið hefðbundna viðmið þegar komi að skapahárasnyrtingu ungra kvenna. Hildur hefur rannsakað málið í námi sínu. „Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn. Hluti af því að verða kynþroska að taka af sér öll hárin. Þær sögðu þetta gefa meiri nánd í kynlífi en aðspurðar hvort þær hefðu einhvern samanburð svöruðu þær allar neitandi,“ segir Hildur í samtali við Vísi.
Tengdar fréttir Vikan á Vísi: MDMA, fjall á flugi, bíll á hvolfi og dýrkeypt djamm Þetta var það sem fór hæst í vikunni sem var. 26. október 2014 07:00 Vikan á Vísi: Þrjú brjóst, Coke-flöskur og mistök við uppvask Fréttir vikunnar sem var á Vísi. 28. september 2014 10:30 Vikan á Vísi: Íslenska landsliðið, 250 kallinn og yfirgengileg túristamynd Íslenska landsliðið, 250 krónur fyrir eina máltíð og yfirgengileg túristamynd var á meðal þess sem sem vakti mesta athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 19. október 2014 10:00 Vikan á Vísi: Fermetrar Árna, Hundagröf og Krummi í Mínus Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 12. október 2014 07:00 Vikan á Vísi: Guðni Ágústsson, G-bletturinn og Gunnar Nelson Guðni Ágústsson, Kópavogsbúi sem sérhæfir sig í G-blettsfullnægingum og bardagi Gunnars Nelson í Stokkhólmi í gærkvöldi var á meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 5. október 2014 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Vikan á Vísi: MDMA, fjall á flugi, bíll á hvolfi og dýrkeypt djamm Þetta var það sem fór hæst í vikunni sem var. 26. október 2014 07:00
Vikan á Vísi: Þrjú brjóst, Coke-flöskur og mistök við uppvask Fréttir vikunnar sem var á Vísi. 28. september 2014 10:30
Vikan á Vísi: Íslenska landsliðið, 250 kallinn og yfirgengileg túristamynd Íslenska landsliðið, 250 krónur fyrir eina máltíð og yfirgengileg túristamynd var á meðal þess sem sem vakti mesta athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 19. október 2014 10:00
Vikan á Vísi: Fermetrar Árna, Hundagröf og Krummi í Mínus Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 12. október 2014 07:00
Vikan á Vísi: Guðni Ágústsson, G-bletturinn og Gunnar Nelson Guðni Ágústsson, Kópavogsbúi sem sérhæfir sig í G-blettsfullnægingum og bardagi Gunnars Nelson í Stokkhólmi í gærkvöldi var á meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. 5. október 2014 11:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent