Erlent

40 milljónir andarunga kramdir lifandi árlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Dýraverndarsamtök hafa lengi barist gegn framleiðslu foie gras kæfu.
Dýraverndarsamtök hafa lengi barist gegn framleiðslu foie gras kæfu. Vísir/Skjáskot/AFP
Allt að 40 milljónir dagsgamalla andarunga lenda í iðnaðarkvörnum við framleiðslu foie gras kæfu, sem er vinsæl í Frakklandi og á veitingastöðum víða um heim. Framleiðslan hefur vakið athygli síðustu daga eftir að Neewsweek birti umfjöllun og myndbönd sem sýna fram á slæma meðferð dýra. Þar segir að bændur í Frakklandi fari ekki eftir reglum ESB um meðferð dýra við framleiðsluna.

Foie gras er kæfa gerð úr lifrum anda og gæsa sem eru gríðarlega stórar eftir að mat er troðið ofan í maga þeirra.

Með umfjöllun Neewsweek fylgir tveggja ára gamalt myndband sem sýnir starfsmenn flokka dagsgamla andarunga eftir kyni. Kvenkyns ungunum kasta þeir í kvörn. Leifar þeirra eru ásamt öðru notað í kattafóður, áburð og lyfjaframleiðslu.

Karlkyns endur bæta hraðar við sig þyngd og eru því frekar notaðir til framleiðslunar. Því eru um 40 milljónir unga kramdir lifandi á ári hverju.

Fæðu er troðið í endurnar nokkrum sinnum á dag til að stækka lifur þeirra. Eftir um tvær vikur eru endurnar sendar til slátrunar. Hér að neðan má einnig sjá myndband sem sýnir aðferðina.

Dýraverndarsamtök eins og PETA hafa lengi barist gegn þessari framleiðslu og segja hana vera ómannúðlega.

„Þetta er eins og troða 20 kílóum af pasta í maga menneskju, tvisvar á dag í tvær vikur,“ segir leikkonan og baráttukonan Brigitte Bardot við Neewsweek. „Ímyndið ykkur að matnum sé troðið með slöngu í maga ykkar, á meðan þið sitjið í búri og getið ekki hreyft ykkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×