Lífið

Tónleikar til styrktar níumenningunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/Kalla Malmquist
Haldnir verða tónleikar í Háskólabíói á miðvikudag til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu. Tilgangur tónleikanna er að safna fé sem afhent verður níumenningunum og jafnframt til þess að sýna baráttu þeirra samstöðu með tónlist og gleði, að því er fram kemur í tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Dómur féll í máli þeirra níu fyrr í þessum mánuði en hverjum og einum er gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt auk 150 þúsund króna í málskostnað.

Fjölmargir munu leggja sitt af mörkum og stíga á stokk til styrkar níumenningunum og má þar nefna Bubba Morthens, Diktu,  Jónas Sig, Unnstein Manúel, AmabAdamA og Prins Póló.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Miði.is.




Tengdar fréttir

„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“

Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn.

Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli

Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa,

Hagsmunir Hraunavina horfnir

Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá.

Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi

Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins

Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×