Íbúar í hættu í sprengingu við Gálgahraun Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 15:11 Haraldur segir að steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. mynd/aðsend Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira