Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli Gunnsteinn Ólafsson skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun