Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 16:20 Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum að fyrir ári síðan hafi 60 manna lögreglulið ráðist gegn hópi fólks sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Fram kemur í tilkynningunni að handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, séu vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. „Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem veitir lögreglu ótakmarkaðar heimildir til að brjóta upp friðsamleg mótmæli og handtaka fólk að handahófi og án tilefnis.“ Samtökin hvetja náttúruverndarsinna og alla sem vilja verja rétt Íslendinga til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta við Garðastekk og Gálgahraun þar sem handtökur mótmælenda hófust fyrir ári. „Ómar Ragnarsson flytur sitt óviðjafnanlega Gálgarokk, Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar syngur nokkur lög og nokkrir þeirra handteknu syngja söngva sem ómuðu úr einangrunarklefunum. Stutt erindi verða einnig flutt, boðið upp á mótmælakaffi og andmælakökur í tjaldbúðum mótmælenda og sýndar verða ljósmyndir sem sýna aðfarir lögreglunnar. Náttúrverndartrefillinn verður auðvitað á svæðinu lengri enn nokkru sinni fyrr. Til að komast á staðinn er ekið inn á bílastæði af Álftanesveginum á leiðinni til Bessastaða.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum að fyrir ári síðan hafi 60 manna lögreglulið ráðist gegn hópi fólks sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Fram kemur í tilkynningunni að handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, séu vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. „Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem veitir lögreglu ótakmarkaðar heimildir til að brjóta upp friðsamleg mótmæli og handtaka fólk að handahófi og án tilefnis.“ Samtökin hvetja náttúruverndarsinna og alla sem vilja verja rétt Íslendinga til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta við Garðastekk og Gálgahraun þar sem handtökur mótmælenda hófust fyrir ári. „Ómar Ragnarsson flytur sitt óviðjafnanlega Gálgarokk, Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar syngur nokkur lög og nokkrir þeirra handteknu syngja söngva sem ómuðu úr einangrunarklefunum. Stutt erindi verða einnig flutt, boðið upp á mótmælakaffi og andmælakökur í tjaldbúðum mótmælenda og sýndar verða ljósmyndir sem sýna aðfarir lögreglunnar. Náttúrverndartrefillinn verður auðvitað á svæðinu lengri enn nokkru sinni fyrr. Til að komast á staðinn er ekið inn á bílastæði af Álftanesveginum á leiðinni til Bessastaða.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira